Ellefta og síðasta umferð Íslandsmótsins í skák hefst nú kl. 13 í Stúkunni á Kópavogsvelli.   Þrír keppendur geta orðið Íslandmeistarar.   Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson er efstir með 7 vinninga en Henrik Danielsen er þriðji með 6½ vinning.   Bragi og Henrik mætast annars vegar en Þröstur teflir við Guðmund Kjartansson.

Davíð Kjartansson, sem er fimmti með 5½ vinning, hefur möguleika á að áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en til þess þarf hann að vinna Dag Arngrímsson sem er fjórði með 6 vinninga.

Lokahóf Íslandsmótsins hefst svo kl. 18 í kvöld í Stúkunni.

Hægt er að fylgjast með lokaumferðinni í beinni á slóðinni: http://live.chess.is/2012/landslids/r11/tfd.htm

Röðun lokaumferðinnar:

  • Bragi Þorfinnsson (7,0) – Henrik Danielsen (6,5)
  • Guðmundur Kjartansson (4,5) – Þröstur Þórhallsson (7,0)
  • Dagur Arngrímsson (6,0) – Davíð Kjartansson (5,5)
  • Hannes Hlífar Stefánsson (4,5) – Einar Hjalti Jensson (3,5)
  • Stefán Kristjánsson (4,5) – Guðmundur Gíslason (3,5)
  • Sigurbjörn Björnsson (4,0) – Björn Þorfinnsson (3,5)

Staðan:

  • 1.-2. Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson 7 v.
  • 3. Henrik Danielsen 6,5 v.
  • 4. Dagur Arngrímsson 6 v.
  • 5. Davíð Kjartansson 5,5 v.
  • 6.-8. Guðmundur Kjartansson, Stefán Kristjánsson og Hannes Hlífar Stefánsson 4,5 v.
  • 9. Sigurbjörn Björnsson 4 v.
  • 10.-12. Guðmundur Gíslason, Einar Hjalti Jensson og Björn Þorfinnsson 3,5 v.

Vefsíður