Bragi og Þröstur tefla einvígi um Íslandsmeistaratitilinn

0
19

Bragi Þorfinsson og Þröstur Þórhallsson komu jafnir í mark á Íslandsmótinu í skák sem lauk í dag í Stúkunni á Kópavogsvelli.   Fyrir umferðina voru þeir jafnir með 7 vinninga en Henrik þriðji með 6,5 vinning.  Bragi og Henrik mættust en Þröstur tefldi við Guðmund.   Báðar skákirnar voru æsispennandi og voru áhorfendur sífellt að sjá fyrir sér nýjan Íslandsmeistara eða einvígi á milli mismunandi aðila!

Skákunum lauk báðum með jafntefli fyrir rest og Henrik varð í 3.-4. sæti ásamt Degi Arngrímssyni.

Það er margt sögulegt við mótið.  Hvorki Þröstur né Bragi hafa orðið Íslandsmeistarar og því er ljóst að nýr Íslandsmeistari verður krýndur í maí nk. þegar fjögurra skáka einvígi þeirra fer fram.

Úrslitakeppnin er sú fyrsta síðan 1999 þegar Hannes Hlífar Stefánsson vann Helga Áss Grétarsson í einvígi.

Þetta er í fyrsta skipti síðan 1998 að Hannes Hlífar Stefánsson tekur þátt á annað borð að hann hampar ekki titlinum en hann hefur unnið í 11 síðustu skipti er hann hefur tekið þátt.

Úrslitaeinvígi Þrastar og Braga fer fram um miðjan maí og teflt verður í Stúkunni á Kópavogsvelli.

Röðun lokaumferðinnar:

 • Bragi Þorfinnsson (7,0) – Henrik Danielsen (6,5) 0,5-0,5
 • Guðmundur Kjartansson (4,5) – Þröstur Þórhallsson (7,0) 0,5-0,5
 • Dagur Arngrímsson (6,0) – Davíð Kjartansson (5,5) 1-0
 • Hannes Hlífar Stefánsson (4,5) – Einar Hjalti Jensson (3,5) 1-0
 • Stefán Kristjánsson (4,5) – Guðmundur Gíslason (3,5) 1-0
 • Sigurbjörn Björnsson (4,0) – Björn Þorfinnsson (3,5) 0,5-0,5

Staðan:

 • 1.-2. Bragi Þorfinnsson og Þröstur Þórhallsson 7,5 v.
 • 3.-4. Dagur Arngrímsson og Henrik Danielsen 7 v.
 • 5.-7. Davíð Kjartansson, Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson 5,5 v.
 • 8. Guðmundur Kjartansson 5 v.
 • 9. Sigurbjörn Björnsson 4,5 v.
 • 10. Björn Þorfinnsson 4 v.
 • 11.-12. Guðmundur Gíslason og Einar Hjalti Jensson 3,5 v.

Vefsíður