Á opna Íslandsmótinu í skák voru veitt verðlaun fyrir skák umferðarinnar. Sigurvegararnir fengu máltíð fyrir tvo í boði Hamborgarafabrikkunnar.
Yfirmaður dómnefndar var Ingvar Þór Jóhannesson. Margar góðar skákir komust ekki að og í einstaka umferðum var erfitt að velja á milli margra góðra skáka og má þar sérstaklega nefna sjöttu umferð. Í öðrum umferð var það svo á hinn veginn – engar stórfenglegar skákir.
Það er athyglisvert að allir þrjár tapskákir Guðmundar Kjartanssonar voru meðal skáka umferðarinnar.
Verðlaunahafarnir voru:
- 1. umferð: Loftur Baldvinsson fyrir sigurskákina gegn Braga Þorfinnssyni
- 2. umferð: Stefán Bergsson og Símon Þórhallsson fyrir langskemmtilegustu skák umferðarinnar
- 3. umferð: Guðmundur Kjartansson fyrir snaggaralegan sigur á Skotanum Michael Grove
- 4. umferð: Jón Þór Bergþórsson fyrir sigurskák gegn Sverri Sigurðssyni en Jón Þór hafði hrakið hvíta kónginn til g5.
- 5. umferð: Henrik Danielsen fyrir sigurskákina gegn Guðmundi Kjartanssyni
- 6. umferð: Hannes Hlífar Stefánsson fyrir sigurskákina gegn Braga Þorfinnssyni
- 7. umferð: Oliver Aron Jóhannesson fyrir sigurskákina gegn Lenku Ptácníková
- 8. umferð: Björn Þorfinnsson fyrir skákina gegn Guðmundi Kjartanssyni
- 9. umferð: Bragi Þorfinnsson fyrir skákina gegn Guðmundi Kjartanssyni
- 10. umferð: Stefán bergsson fyrir fórnarskák gegn Haraldi Baldurssyni.








