Skákdeild Breiðabliks heldur 5 skáknámskeið í sumar fyrir börn fædd 2006-2013. Námskeiðin verða haldin í Stúkunni við Kópavogsvöll allar eftirfarandi vikur á milli 13:00 – 16:00.
11. – 15. júní | 18. – 22. júní | 2. – 6. júlí | 7. – 10. ágúst | 13. – 17. ágúst |
Umsjónarmaður skáknámskeiðsins er Kristófer Gautason.
Ekki er aðeins setið við skákborðið því einnig er mikil útivera þar sem farið er í leiki, göngutúra og fleira þegar veður er gott.
Gjald fyrir hvert námskeið er 7.300 kr.
Nánari upplýsingar má finna hér: https://breidablik.is/sumarnamskeid-2018/
- Auglýsing -