Verðlaunahafarnir. Mynd: Heimasíða Vinaskákfélagsins.

Opna meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák var haldið með pomp og prakt mánudaginn 2. júli kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47. Sautján manns mættu til að tefla og skein bros úr hverju andliti enda mikið í húfi eða sjálfur hraðskákmeistaratitill Vinaskákfélagsins. Tefldar verða 6 umferðir með 4 min + 2 sek á skák.

Hraðskákmeistari fyrir  2017 var Róbert Lagerman og var spennan mikil hvort hann myndi verja titilinn. Skákstjóri var Hörður Jónasson og þess má geta að skákstjórinn átti afmæli í dag. Mótið var reiknað til hraðskákstiga.

Í fyrstu umferð drógust saman Róbert Lagerman og Jóhann Valdimarsson og kom það í hlut Ana frá Portugal sem er sjálfboðaliði hér í Vin að leika fyrsta leikinn fyrir Róbert. Hart var barist en að lokum var það Róbert Lagerman sem varði titilinn og er því hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins árið 2018. Í öðru sæti var Gauti Páll Jónsson og í þriðja sæti var Guðni Stefán Pétursson.

Eftir skákmótið var boðið upp hina landsfrægu vöfflur sem Ingi Hans gerir með mikilli snilld.
Núna fékk hann hjálp frá Sabrínu sem er starfsmaður í Vin.

Sjá úrslit hér: chess-results

Nánar á vefsíðu Vinaskákfélagsins.

- Auglýsing -