Fyrsti leikurinn í fyrra. Mun Róbert verja titilinn? Af heimasíðu Vinaskákfélagsins.

Opna meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák verður haldið mánudaginn 2. júli kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47. Tefldar verða 6 umferðir með 4 min + 2 sek á skák.
Núverandi hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins er Róbert Lagerman. Skákstjóri verður Hörður Jónasson. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Í hléi verður boðið upp á hinar landsfrægu Vinjar-vöfflur og kaffi. Góð verðlaun verða í boði.

Hægt er að skrá sig mótið með því að klikka á dagatalið til hægri hér á Skák.is og farið í skráningarformið til að skrá sig.

Einnig er hægt að skrá sig á staðnum.

Allir velkomnir!!

- Auglýsing -