Ný alþjóðleg skákstig eru komin út og taka þau gildi í dag, 1. júlí 2018. Héðinn Steingrímsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins og Benedikt Briem hækkar mest allra frá júní-listanum eftir frábæra frammistöðu á Íslandsmótinu í skák.

Alþjóðleg skákstig, 1. júlí 2018 – virkir skákmenn

Topp 20

430 skákmenn eru á listanum yfir íslenska virka skákmenn. Héðinn Steingrímsson er sem fyrr stigahæstur. Í næstu sætum eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2557) og Hannes Hlífar Stefánsson (2536).

Nr. Nafn Tit Stig Fj. Diff
1 Steingrimsson, Hedinn GM 2573 10 -10
2 Gretarsson, Hjorvar Steinn GM 2557 0 0
3 Stefansson, Hannes GM 2536 10 -5
4 Hjartarson, Johann GM 2523 0 0
5 Olafsson, Helgi GM 2510 0 0
6 Danielsen, Henrik GM 2502 0 0
7 Petursson, Margeir GM 2486 0 0
8 Gretarsson, Helgi Ass GM 2480 9 20
9 Gunnarsson, Jon Viktor IM 2465 10 -7
10 Arnason, Jon L GM 2449 0 0
11 Kjartansson, Gudmundur IM 2434 0 0
12 Thorfinnsson, Bragi GM 2433 10 -12
13 Thorhallsson, Throstur GM 2422 10 6
14 Thorsteins, Karl IM 2421 0 0
15 Thorfinnsson, Bjorn IM 2408 0 0
16 Kjartansson, David FM 2404 0 0
17 Arngrimsson, Dagur IM 2370 0 0
18 Ulfarsson, Magnus Orn FM 2361 0 0
19 Olafsson, Fridrik GM 2355 0 0
20 Jensson, Einar Hjalti IM 2343 0 0
21 Johannesson, Ingvar Thor FM 2343 0 0

Mestu hækkanir

Benedikt Briem (+121) hækkar mest frá júní-listanum eftir frábæra frammistöðu á Íslandsmótinu í skák. Í næstu sætum eru Arnar Heiðarsson (+92) og Aron Þór Mai (+86).

Nr. Nafn Tit Stig Fj. Diff
1 Briem, Benedikt 1745 7 121
2 Heidarsson, Arnar 1749 9 92
3 Mai, Aron Thor 2119 18 86
4 Magnusson, Thorsteinn 1532 9 83
5 Johannsson, Birkir Isak 1995 8 66
6 Jonsson, Gauti Pall 2100 16 55
7 Helgadottir, Idunn 1212 7 49
8 Gardarsson, Hordur 1670 8 38
9 Gudmundsson, Thordur 1548 9 27
10 Jonasson, Hordur 1521 5 27
11 Ingvason, Johann 2189 10 25
12 Gretarsson, Helgi Ass GM 2480 9 20
13 Ptacnikova, Lenka WGM 2247 10 17
14 Gudmundsson, Gunnar Erik 1579 9 14
15 Briem, Stephan 1967 9 10

Stigahæstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2247) er venju samkvæmt langastigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga (2040) og Guðlaug Þorsteinsdætur (1981).

Nr. Nafn Tit Stig Fj. Diff
1 Ptacnikova, Lenka WGM 2247 10 17
2 Thorsteinsdottir, Hallgerdur WFM 2040 0 0
3 Thorsteinsdottir, Gudlaug WFM 1981 8 -2
4 Davidsdottir, Nansy 1945 0 0
5 Johannsdottir, Johanna Bjorg 1900 0 0
6 Finnbogadottir, Tinna Kristin 1880 0 0
7 Kristinardottir, Elsa Maria 1866 0 0
8 Hauksdottir, Hrund 1781 0 0
9 Helgadottir, Sigridur Bjorg 1759 0 0
10 Magnusdottir, Veronika Steinunn 1746 0 0

Stigahæstu ungmenni landsins (u20)

Jón Kristinn Þorgeirsson (2297) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Oliver Aron Jóhannesson (2284) og Vignir Vatnar Stefánsson (2277).

Nr. Nafn Tit Stig Fj. Diff
1 Thorgeirsson, Jon Kristinn FM 2297 0 0
2 Johannesson, Oliver FM 2284 0 0
3 Stefansson, Vignir Vatnar FM 2277 10 -7
4 Heimisson, Hilmir Freyr CM 2241 0 0
5 Birkisson, Bardur Orn CM 2198 0 0
6 Mai, Aron Thor 2119 18 86
7 Jonsson, Gauti Pall 2100 16 55
8 Thorhallsson, Simon 2092 0 0
9 Birkisson, Bjorn Holm 2033 0 0
10 Johannsson, Birkir Isak 1995 8 66

Reiknuð skákmót

Aðeins þrjú innlend mót voru reiknuð til skákstiga að þessu sinni og þar af aðeins eitt kappskákmót.

  • Íslandsmótið í skák
  • Hraðkvöld Hugins (8. júní)
  • Minningarmót um Jorge Fonsesca.

Ekkert innlent kappskákmót verður reiknað í ágúst svo búast má við afar litlum breytingum á þeim lista. Aðeins hjá þeim sem tefla erlendis í júlí.

Heimslistinn

Heimsmeistarinn, Magnus Carlsen (2842) er stigahæsti skákmaður heims. Annar er áskorandinn Fabiano Caruana (2822). Þriðji er svo Íslandsvinurinn Shakriyar Mamedyarov (2801).

Heimlistann má finna á heimasíðu FIDE.

- Auglýsing -