Dagur í Montreal

FIDE-meistarinn Dagur Ragnarsson (2247) endaði með 3½ vinning í 9 skákum á alþjóðlega mótinu í Montreal sem lauk í gærkveldi. Á lokadeginum gerði Dagur jafntefí í áttundu og næstsíðustu umferð en tapaði í þeirri níundu.

Frammistaða Dags samsvaraði 2258 skákstigum og hækkar hann um 2 skákstig fyrir hana.

Sigurvegari mótsins varð bandaríski alþjóðlegi meistarinn Aleksandr Ostroviskiy (2424).

Keppendur á mótinu í Montreal. Brosmildir þrátt fyrir mikið álag. 

Um var að ræða hálfgert hraðmót. Tefldar voru níu umferðir á fimm dögum.

- Auglýsing -