Hörður Jónasson, varaforseti Vinaskákfélagsins, dregur fyrir b-sveitina

Í gær hittust nokkrir miðaldra karlmenn á ýmsum aldri í Café Flóru í grasagarðinum Laugardalnum. Dregið um töfluröð í 1.-3. deild Íslandsmóts skákfélaga. Jafnframt voru hin ýmsu skákmálefni skeggrædd og þar með talið framtíðarfyrirkomulag Íslandsmóts skákfélaga.

Einn fundarmanna kom með þá tillögu að slíkir hádegisfundir verði haldnir reglulega sem vettvangur fyrir skákáhugamenn til skeggræða skákmálefni í skemmtilegu umhverfi. Var vel tekið í þá hugmynd.

Sá sem kom lengst að til að vera viðstaddur var Hermann Aðalsteinsson, varaformaður Hugins en hann keyrði alla leiðina frá Húsavík.

Á Chess-Results má finna töfluröðina fyrir deildirnar þrjár. Ekki er hægt að raða í 4. deild fyrr en loknum skráningafresti.

- Auglýsing -