Skákdeild Fjölnis er í sérdeilis góðum málum í hálfleik á Íslandsmóti skákfélaga.

Úrvalsdeildin

Fjölnir vann öruggan 6-2 sigur á Taflfélagi Vestmannaeyja og hefur unnið sigur í öllum sínum viðureignum! Staða þeirra verður að teljast afar vænleg.

Taflfélag Reykjavíkur kafsigldi Taflfélagi Garðabæjar 7½-½ og er í öðru sæti með 7 stig.

KR og Breiðablik gerðu 4-4 jafntefli. KR-ingar eru í þriðja sæti með 6 stig og Breiðablik í því fjórða með 5 stig.

Eyjamenn hafa 2 stig og Garðbæingar eru ekki komnir á blað.

Chess-Results

1.deild

Víkingaklúbburinn og Skákfélag Akureyrar hafa bæði fullt hús stiga. Víkingar hafa töluvert fleiri vinninga og standa því betur að vígi. Líkast til ræðst í sjöttu og næstsíðustu umferð þegar liðin mætast hvort liðið fær sæti í úrvalsdeild að ári.

B-sveit TR er í þriðja sæti með 6 stig.

1. deild á chess-results

2.deild

B-sveit Fjölnis og C-sveit Taflfélags Reykjavíkur eru efst með 7 stig. C-sveit Breiðabliks er í þriðja sæti með 5 stig. Spennandi síðari hluti framundan!

 

2.deild á chess-results

3.deild

C-sveit KR er á toppnum með 7 stig. D-sveit Taflfélags Reykjavíkur og Dímon eru í 2.-3.  sæti með 6 stig. Afar spennandi barátta einnig hér framundan – bæði á toppi og botni.

3. deild á Chess-Results

4.deild

Skákfélag Íslands er á toppnum með fullt hús stiga. Í 2.-3. sæti með 7 stig eru b-sveit sama félags og d-sveit KR.

SFÍ væntanlega á leiðinni upp í 3. deild en mikil spenna hver fylgir þeim upp.

Ótrúleg þátttaka var í fjórðu deild en 28 lið tóku þátt en til samanburðar voru þau 17 í fyrra.

Chess-Results 

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram í Rimaskóla 27. febrúar –  2. mars 2025.

Heimasíða mótsins 

- Auglýsing -