Azmai og Short slógu á létta strengi

Í stjórn Skáksambands Norðurlanda sitja forsetar sambandanna. Skáksamband Norðurlanda heldur aðalfund annað hvort ár, á oddatöluárum og skiptist forsetaembættið á milli aðildarsambandanna. Greinarhöfundur er núverandi forseti en mun láta af embætti á næsta ári.

Í ár tókum við þá ákvörðun að bjóða frambjóðendum til embætta FIDE og ECU til fundar við okkur. Við sendum boð á alla frambjóðendurnir og buðum þeim að koma á eigin kostnað samhliða Xtracon-mótinu við Helsingjaeyri í Danmörku. Niðurstaðan varð sú að allir frambjóðendurnir sendu fulltrúa og þrír af fjórum mættu í eigin persónu. Dvorkevich komst ekki. Gestir fundarins voru sem hér segir:

Framboð Dvorkevich

Fulltrúar Dvorkecich: Zhu Chen og Bachear Kouatly

GM Bachar Kouatly, varaforsetaefni og forseti franska skáksambandsins. Tapaði fyrir Campomanes árið 1994.

GM Zhu Chen, gjaldkeraefni og fyrrum heimsmeistari kvenna.

Heimasíða framboðsins

Framboð Makropoulos

Makropoulos og Malcolm Pein ásmat fulltrúm Norðurlandanna.

IM Georgios Makropoulos, varaforseti FIDE og nú starfandi forseti FIDE

IM Malcolm Pein, varaforsetaefni og aðalskipuleggjandi London Chess Classic

Heimasíða framboðsins

Framboð Nigel Short

Short og Panu Laine

GM Nigel Short, forsetaefni

Panu Laine, gjaldkeraefni og fyrrum forseti finnska skáksambandsins

Heimasíða framboðsins

Framboð Azmaiparashvili í ECU (verður sjálfkjörinn)

GM Zurab Azmaiparashvili, forseti ECU

Allir frambjóðendur höfðu kynningu á sínu framboði að Azmaiparashvili undanskildum. Að því loknu spurðu fundargestir ýmissa spurninga og á köflum ágenginna. Ekki var farið úti í það að hafa sameiginlega fund.

Allir frambjóðendurnir eru sammála að breyta reglum þannig að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil (8 ár).  Makropoulos lýsti því yfir að ef hann yrði kjörinn myndi hann hætta eftir fjögur ár.

Hvert norrænu sambandanna tekur sjálfstæða ákvörðun – engin sameiginlega ákvörðun er tekin. Ekkert skáksambandanna hefur tekið ákvörðun um sinn stuðning að finnska skáksambandinu undanskildu sem styður framboð Nigel Short.

Baráttan er hörð og fer mikið fram á Twitter. Þar eru allir frambjóðendurnir virkir og spara ekki stóru orðin. Tístin eftir fundinn á Helsingjaeyri voru þó jákvæð!

Greinarhöfundur bendir áhugasömum um kosningabaráttuna á viðtal við sjálfan sig á Morgunvakt Rásar 1 í gær.

- Auglýsing -