Myndskreyting: ESE.

Skákmótið þar sem kynslóðirnar mætast fer fram 15. sinn sunnudaginn kemur 28. október nk. í Skákhöllinni í Faxafeni. 

Taflfélag Reykjavíkur og Riddarinn, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu standa saman að mótshaldinu eins og undanfarin ár. Mótið hefur eflst  að  vinsældum með árunum og skipar nú fastan sess í skáklífinu.  Yfir  80 ára aldursmunur er hefur iðulega verið milli yngsta og elsta keppandans. 

Þátttaka í mótinu er ókeypis og miðast við börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri.

Mótið hefst kl. 13 og verða tefldar 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.

Vegleg verðlaun og viðurkenningar.  Auk aðalverðlauna verða veitt aldurflokkaverðlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga.

Skráning til þátttöku fer fram á www.skak.is og www.taflfelag.is  Æskilegt  að skrá sig  inn sem fyrst og/eða mæta tímanlega á mótsstað. Munið að mæta.

- Auglýsing -