Hilmir Freyr einbeittur.

Hilmir Freyr Heimisson (2271) byrjar vel á alþjóðlega unglingamótinu í Uppsölum í Svíþjóð. Eftir 3 umferðir af 9 hefur Hilmir hlotið 2½ vinning. Í gær voru tefldar tvær umferðir og hlaut Hilmir 1½ vinning. Jafntefli gagn Leo Crevation (2160) og vann svo Þjóðverjann Collinn Colbow (2131) á laglegan hátt.

20. Hb5! og hvítur vann skömmu síðar.

Símon Þórhallsson (2091) hefur 1 vinning.

Fjórða umferð hefst kl. 11. Hilmir og Símon báðir í beinni frá Uppsölum.

 

- Auglýsing -