Magnús Carlsen (2835) beitti enska leiknum í fjórðu skák heimsmeistaraeinvígis hans og Fabiano Caruana (2832) í dag. Áskorandinn tefldi hratt í upphafi skákarinnar og var greinilega vel undirbúinn. Komst heimsmeistarinn lítt áfram. Eftir 14 leiki gat Carlsen leikið 15. b5 sem hefði gefið honum smá frumkvæði.
Hann lék 15. He1 sem gaf ekkert og lauk skákinni eftir 34. leiki með jafntefli. Stysta skákin hingað til og sennilega sú litlausta einnig.
Blaðamannafundurinn var hins vegar hressilegur. Myndband úr herbúðum Caruana hefur verið lekið netið. Þar mátti sjá tölvuskjá þar sem fram komu nöfn á afbrigðum sem líklegt er að skoðuð hafi verið af liði Fabi og ætti því að gefa heimsmeistaranum góðar hugmyndir við Fabiano og hans lið hafi verið að skoða.
I watched the video by @STLChessClub this morning of Caruana doing preparations along with Ramirez, Dominguez and Chirila. Video is now removed. Either a huge mistake, or an intentional campaign to misinform Team Carlsen. Incredible, #CarlsenCaruana (via @hartmannchess) pic.twitter.com/tApKRpH9Ze
— Tarjei J. Svensen (@TarjeiJS) November 13, 2018
https://platform.twitter.com/widgets.js
This morning a 2-minute clip from one of Caruana’s training camps was uploaded on YouTube (now deleted). It featured various activities, chess included. Viewers could also see a laptop screen with a ChessBase file laid open. The greatest intel blunder in chess history or a hoax? pic.twitter.com/nwHL75M2cC
— Olimpiu G. Urcan (@olimpiuurcan) November 13, 2018
https://platform.twitter.com/widgets.js
Caruana aðspurður sagðist ekki vilja tjá sig um myndbandið. Carlsen glotti hins vegar ógurlega út í annað þegar spurður út í það og viðurkenndi að vita af tilvist þess og sagðist ætla að skoða það! Blaðamannafundurinn í heild sinni, sem var stórskemmtilegur, má finna hér að neðan
Yfirferð Chess.com um einvígið hér.
Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákina á Youtube.
Fimmta skákin fer fram á fimmtudaginn og hefst kl. 15.
Hvar er best að fylgjast með einvíginu:
- NRK – Sýn býður upp á tilboð fyrir skákmenn – sjá borða efst á Skák.is.
- Heimasíða heimsmeistaraeinvígisins (kostar $20 en hægt að sjá skákmennina sjálfa)
- Beinar útsendingar á Chess24
- Chess.com
- Chessbrah
- Ofurtölvu-skýringar