Carlsen og Caruna við upphaf fimmtu skákarinnar.

Magnús Carlsen (2835) beitti enska leiknum í fjórðu skák heimsmeistaraeinvígis hans og Fabiano Caruana (2832) í dag. Áskorandinn tefldi hratt í upphafi skákarinnar og var greinilega vel undirbúinn.  Komst heimsmeistarinn lítt áfram. Eftir 14 leiki gat Carlsen leikið 15. b5 sem hefði gefið honum smá frumkvæði.

Hann lék 15. He1 sem gaf ekkert og lauk skákinni eftir 34. leiki með jafntefli. Stysta skákin hingað til og sennilega sú litlausta einnig.

Blaðamannafundurinn var hins vegar hressilegur. Myndband úr herbúðum Caruana hefur verið lekið netið. Þar mátti sjá tölvuskjá þar sem fram komu nöfn á afbrigðum sem líklegt er að skoðuð hafi verið af liði Fabi og ætti því að gefa heimsmeistaranum góðar hugmyndir við Fabiano og hans lið hafi verið að skoða.

https://platform.twitter.com/widgets.js

https://platform.twitter.com/widgets.js

Caruana aðspurður sagðist ekki vilja tjá sig um myndbandið. Carlsen glotti hins vegar ógurlega út í annað þegar spurður út í það og viðurkenndi að vita af tilvist þess og sagðist ætla að skoða það! Blaðamannafundurinn í heild sinni, sem var stórskemmtilegur, má finna hér að neðan

 

Yfirferð Chess.com um einvígið hér.

Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákina á Youtube.

Fimmta skákin fer fram á fimmtudaginn og hefst kl. 15.

Hvar er best að fylgjast með einvíginu:

- Auglýsing -