Magnus Carlsen (2835) ríkjandi heimsmeistari frá Noregi og áskorandinn Fabiano Caruana (2832) frá Bandaríkjunum munu tefla til þrautar í bráðabana á morgun, miðvikudag frá klukkan 15:00. Þeir teflast fyrst fjögurra skáka atskákeinvígi með tímamörkunum 25 mínútur á skákina og 10 sekúndna viðbótartími per leik. Ef enn er jafnt eftir það einvígi verður farið niður í hraðskákeinvígi, tvær skákir í senn með tímamörkum 5 mínútur á skák og 3 sekúndur í viðbótartíma. Gangi það ekki verður farið í svokallaða Armageddon skák þar sem allt er undir í einni skák og svartur vinnur á jafntefli.

Skak.is í samstarfi við Bryggjan Brugghús mun bjóða upp á aðstöðu fyrir skákáhugamenn til að fylgjast með meisturunum útkljá hvor þeirra verður krýndur heimsmeistari. Skákirnar verða sýndar á skjávarpa og einnig skýrðar af alþjóðlega meistaranum Birni Þorfinnssyni og FIDE meistaranum Ingvari Jóhannessyni.

Björn Þorfinnsson dreymir um að verða stórmeistari.

Bryggja Brugghús er úti á Granda, Grandagarður 8, beygt til hægri strax á hringtorgi ef komið er meðfram höfninni (sjá kort)

Þegar komið er inn á staðinn er staðurinn sem skákmenn hafa til ráðstöfunar á hægri hönd.

Rúmgóður salur sem á að hafa pláss fyrir yfir 100 manns í sæti

Bryggjan ætlar að hafa tilboð fyrir skákmenn.

Hamborgaratilboð – 1.500 kr. í stað 1.990
Rif – 1.500 kr. í stað 1.990
Kjúklingavængir, 12 stykki í stað 8 á 990 kr.

Maturinn á Bryggjunni er gríðarlega vandaður!

Fyrir þá sem vilja er húsbjórinn svo á 600 kr.!

Búast má við mikilli spennu og taugatitringi. Þegar Carlsen þurfti einvígi gegn Sergey Karjakin fyrir tveimur árum var spennan gríðarleg og mikill fjöldi fólks kom í Skáksamband Íslands og sprengdi í raun plássið í húsnæðinu. Þrátt fyrir að einvígisskákirnar hafi allar endað með jafntefli eru allar líkur á að einvígið klárist jafnvel í atskákunum því þá strax verður klukkan mun mikilvægari partur af skákinni og auðveldara að setja pressu á menn í ýmsum stöðum. Magnus hefur verið fremstur í styttri skákum undanfarin ár og jafnvel betri þar en í þeim klassísku. Nær hann að knésetja hinn verðuga andstæðing sinn eða fer titilinn yfir til Bandaríkjanna í fyrsta skipti síðan Fischer vann í Reykjavík árið 1972?

- Auglýsing -