Frá uppskeruhátíð SA. Mynd: Heimasíða SA.

Eins og undanfarin ár var efnt til uppskeruhátíðar Skákfélag Akuryrar nú um miðjan desember þar sem verðlaun voru afhent fyrir haustmisserið meður ljúflegri næringu á sál og líkama. Við byrjuðum á móti fyrir börnin kl. 11 á sunnudaginn og nefndum “vinamót” enda þau sem æfa með okkur hvött til að taka með sér vin. Það gerðu að vísu fáir, en mæting var þó með ágætum og alls tóku 17 börn þátt í mótinu. Þar var hart barist og drengilega. Lokastaðan:

röð nafn vinn
1 Ingólfur Bjarki Steinþórsson 6
2 Jökull Máni Kárason 5
3 Markús Orri Óskarsson 4
Ingólfur Árni Benediktsson 4
Hákon Bjarnar Eiríksson 4
Sigþór Árni Sigurgeirsson 4
7 Birnir Eiðar Eiríksson
8 Arna Dögg Kristinsdóttir 3
Hulda Rún Kristinsdóttir 3
Bergur Ingi Arnarsson 3
11 Mikael Darri Eiríksson
Ólafur Steinþór Ragnarsson
Elvar Ingi Sigurðsson
14 Viktor Jens Gunnarsson 2
15 Alexía Lív Hilmisdóttir 2
16 Jasmin Lóa Hilmisdóttir 2
17 Stella Kristín Júlíusdóttir 1

 

Að þessu loknu var boðið upp á veitingar í suðursal þar sem þau heiðurshjón Pia Sigurlína Vinikka og Þórhallur Másson buðu upp á vöfflur og heitt súkkulaði. Afhent voru verðlaun fyrir helstu mót haustsins sem voru þessi:

Startmót      Ólafur Kristjánsson

Haustmót      Áskell Örn Kárason, Símon Þórhallsson og Andri Freyr Björgvinsson

Hausthraðskákmót og Atskákmót  Áskell Örn Kárason

Mótaröðin     Jón Kristinn Þorgeirsson, Andri Freyr Björgvinsson og Símon Þórhallsson

A4-mótaröð fyrir börn:

Nr. 1 samanlagt og efstur barna f. 2010              Jökull Máni Kárason

Nr. 2 samanlagt og efst barna f. 2008 og fyrr        Arna Dögg Kristinsdóttir

Nr. 3 samanlagt og efstur barna f. 2008 og síðar     Sigþór Árni Sigurgeirsson

Efstur barna f. 2009                                 Margús Orri Óskarsson

Þá fékk Jökull Máni viðurkenningu fyrir besta ástundun í haust.

Alls mættu um 40 manns í vöfflukaffið sem var mjög vel heppnað eins og áður segir.

Af heimasíðu SA.

- Auglýsing -