Jón Kristinn Þorgeirsson

Hátíð ljóss og friðar tilheyrir jólahraðskákmót Skákfélags Akureyrar og fór það fram í gærkveldi, 27. desember. Var bæði fjölmennt og góðmennt á mótinu og alls 15 keppendur settust að tafli og tefldu allir við alla.

Eins og endranær skáru nokkrir keppendur sig fljótlega úr í baráttunni um sigurinn, sem að lokum féll í skaut Jóni Kristini Þorgeirssyni, sem varla gat komið á óvart. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga og má fletta því upp á Chess-results.

Af heimasíðu SA

- Auglýsing -