Skákmenn Fjölnis 2018, Nansý og Dagur, ásamt Helga Árnasyni, formanni.

Ungmennafélagið Fjölnir efndi til fjölmennrar viðurkenningahátíðar í Egilshöll þar sem kynnt var val á íþróttamanni og íþróttakonu ársins innan hverrar deildar félagsins árið 2018. Þau Nansý Davíðsdóttir og Dagur Ragnarsson voru valin af hálfu skákdeildarinnar og bæði vel að þeim heiðri komin.

Nansý varð Norðurlandameistari stúlkna 16 ára og yngri á árinu auk þess að vera valin í landslið kvenna á Ólympíumótið í Batuni sl. haust. Þar tefldi Nansý allar umferðirnar á 2. og 3. borði.

Dagur Ragnarsson á stóran þátt í velgengni a-sveitar Fjölnir á Íslandsmóti skákfélaga árið 2018 auk þess sem hann hefur náð afar góðum árangri sjálfur á þeim skákmótum sem hann hefur tekið þátt í. Ber þar hæst sigur hans á Västerås Open 2018, einu fjölmennasta skákmóti Norðurlanda ár hvert.

Í dag fimmtudaginn 27 desember 2018, fór fram val á íþróttafólki Fjölnis 2018 í fimleikasalnum okkar í Egilshöll. Að loknu vali var boðið uppá léttar veitingar í félagsrýminu okkar í Egilshöll.

Þetta er í 29 skipti sem valið fór fram á íþróttakonu og íþróttakarli ársins. Við hvetjum allt Fjölnisfólk, iðkendur, þjálfara, foreldra og Grafarvogsbúa almennt að fjölmenna og heiðra íþróttafólkið okkar. Þetta er orðin árviss hefð og gaman að sjá hversu margir mættu og heiðruðu íþróttafólkið okkar.

Frá Helga Árnason, formanni Fjölnis. 

 

 

- Auglýsing -