Dubov og Ju Wenjun. Myndir: Lennart Ootes.

Heimsmeistaramótinu í atskák lauk í gær í Sankti Pétursborg. Daniil Dubov varð heimsmeistari í opnum flokki og Ju Wenjun í kvennaflokki.

Magnus Carlsen varð í 2.-5. sæti eftir góðan endasprett og var býsna nálægt því komast í aukakeppnni um heimsmeistaratitilinn.  Jafnir Norðmanninum voru Shakhriyar Mamedyarov, Hikaru Nakamura, Vladislav Artemiev.

Lokastaðan á Chess-Results.

Ju Wenjun vann sannfærandi sigur í kvennaflokki. Í 2.-3. sæti urðu Sarasdat Khademalsharieh og Alexsandra Gorychkina.

Lokastaðan á Chess-Results.

HM í hraðskák hefst í dag. Tefld er 21 umferð með umhugsunartímanum 3+2. Taflmennskan hefst kl. 12.

Ýmsar leiðir eru til að fylgjast með mótinu. Mótið er sýnt beint á NRK1/NRK2, þar sem megináhersla er lögð á heimsmeistarann.

Heimasíða mótsins er með prýðilegar beinar útsendingar á ensku. Chess24 er ávallt með afar vandaðar beinar útsendingar sem og Chess.com.

Nánar á Chess.com.

- Auglýsing -