Eins og oft áður um jólin leggur skákpistlahöfundur blaðsins nokkrar skákþrautir fyrir lesendur sína en lausnir munu birtast í blaðinu eftir viku. Dæmin eru úr ýmsum áttum og höfundar flestir lítt þekktir með þeim undantekningum þó að dæmi nr. 2 er eftir skákdæmahöfundinn fræga Leonid Kubbel og dæmi nr. 4 er eftir bandaríska skákdæmahöfundinn Sam Lloyd.

 

1. Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

 

2. Hvítur leikur og mátar í 2. leik

 

3. Hvítur leikur og mátar í 3. leik

 

4. Hvítur leikur og mátar í 3. leik

 

5. Hvítur leikur og vinnur.

 

6. Hvítur leikur og vinnur.

Heimsmeistaramótin í hraðskák og atskák hefjast á annan dag jóla

Sankti-Pétursborg í Rússlandi er vettvangur einnar vinsælustu keppni ársins, heimsmeistaramótanna í hraðskák og atskák, sem hefjast í Sankti-Pétursborg á annan í jólum, 26. desember, kl. 12 að íslenskum tíma. Atskákmótið er fyrr á dagskrá og stendur í þrjá daga, 26.-28. desember, samtals 15 umferðir. Tímamörk eru 15 10.

Hraðskákkeppnin fer fram dagana 29. og 30. desember, 21 umferð, og tímamörk eru 3 2. Hægt verður að fylgjast með mótinu á fjölmörgum vefsvæðum, t.d. Chess24.com.

Skákþættir Helga Ólafssonar í Morgunblaðinu birtast viku síðar á Skák.is. Þessi skákþáttur birtist 22. desember 2018

Skákþættir Morgunblaðsins.

- Auglýsing -