Team Iceland endaði í þriðja sæti í heimskeppninni í netskák. Liðið hefur þar með tryggt sér sæti í úrslitakeppni um titilinn en þar mætast efstu fjögur og tefla einfalda umferð. Liðin taka með sér stigin úr deildinni og gildir sú regla í úrslitunum að tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Allt getur því gerst á lokasprettinum.

Afar góður árangur hjá liði sem var stofnað í haust og hafði afar takmarkaðan tíma til undirbúnings. Liðið hefur smám saman verið að styrkjast í vetur og hafa ótrúlega margir af okkar bestu mönnum tekið þátt í viðureignum liðsins.

Skoða má liðið nánar hér.

Úrslit í vetur (hraðskák)

Á keppnistímabilinu náðust nokkrir góðir sigrar, s.s. gegn Serbíu og Argentínu og munaði ekki miklu að enn stærri lið lægju í valnum.

 1. Argentina Live Chess 12,5 – 61,5 Team Iceland
 2. Team Iceland 41,5 – 36,5 Srbija Tim
 3. Team Ukraine 59,5 – 40,5 Team Iceland
 4. Team Iceland 41,5 – 54,5 Team Russia
 5. Ecuador Live Chess F – 1 Team Iceland
 6. Team Slovakia 25,5 – 38,5 Team Iceland
 7. Team Iceland 1 – F Team Peru

Skoða má stöðuna nánar hér

Dagskráin í úrslitakeppninni verður svona: (áætlun)

RÚSSLAND SUNNUDAGINN 30. DESEMBER KL. 19:00

Sunnudaginn 30. desember kl. 19:00 (Ath nýr tími!) mætum við ofursterku liði Rússa í úrslitum heimskeppninnar í netskák (LCWL).

Skráning á Facebook

Lið Rússa er gríðarlega öflugt og hafa þeir verið að mæta með gríðarlega fjölmenn lið til leiks í vetur. Það er því afar mikilvægt að sem flestir taki þátt á sunnudaginn svo lið Íslands eigi möguleika á að næla sér í stig.

Allir eru því hvattir til að mæta, og þeir sem enn hafa ekki tekið þátt í vetur, hvattir til að skrá sig í liðið og taka þátt í þessum skemmtilegu viðureignum.

Allar viðureignir Rússa

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Keppendur þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst. Tengill á mótið verður birtur fyrir mót en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com áður en keppnin hefst.

Allir eru hvattir til að ganga í liðið, en ekki er gerð krafa um styrkleika. Því fleiri – því betra!

TENGLAR

 • Allar viðureignir Team Iceland til þessa: Hér
 • Meðlimir Team Iceland: Hér
 • Leifturskákin, staða og pörun: Hér
 • Hraðskákin, staða og pörun: Hér
 • Reglur LCWL: Hér
- Auglýsing -