Smári Rafn teflir fjöltefli. Mynd: Heimasíða skólans.
Föstudaginn, 25. janúar, var haldið upp á Skákdaginn, sem tileinkaður er Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Smári Rafn Teitsson, kennari við skólann, bauð nemendum 5.-10. bekkjar upp á fjöltefli og freistuðu 60 nemendur þess að sigra hann. Ekki tókst það í þetta skiptið, en Smári þurfti þó að hafa verulega fyrir nokkrum sigrum.

Augljóst var að nemendur höfðu virkilega gaman af þessu framtaki og vonandi verður framhald á við tækifæri.

Nánar á heimasíða skólans.

- Auglýsing -