Atskákmóti Skákfélags Sauðárkróks 2019 lauk 30. janúar. Keppendur voru aðeins 5 og telfdi því hver þátttakandi aðeins 4 skákir og 1 sat hjá í hverri umferð. Atskákmeistari varð Jón Arnljótsson með 4 vinninga, Guðmundur Gunnarsson 3, Baldvin Kristjánsson 2, Pálmi Sighvatsson 1 og Arnar Sigurðsson engan.
Vikulegar æfingar eru í Safnaðarheimilinu kl. 20.00 á miðvikudögum og yfirleitt frekar frjálslegar, þó stöku sinnum sé reynt að hafa mót. Öllum er frjálst að mæta á æfingar.
Mótstafla á Chess-Results.
Af heimasíðu Skákfélags Sauðárkróks