Nokkrir félagar úr Taflfélagi Vestmannaeyja. Mynd: Heimasíða TV

Skákþing Vestmannaeyja 2019 hófst 24. janúar sl. og fer fram í skákheimili Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9.  Keppendur eru átta talsins  og verður tefld einföld umferð. Teflt verður á fimmtudögum kl. 20.00 og  sunnudögum kl. 13.00 verða tefldar frestaðar skákir eða umferðir eftir atvikum. Umhugsunartími er 60 mín. + 30 sek á leik.

Reiknum með að mótinu verði lokið   24. febrúar 2019. Tímalega  fyrir Íslandsmót skákfélaga 2018-2019 sem verður haldið 1.-2. mars nk.  en TV er með sveitir í 3ju og 4. deild.  

Keppendaskrá – eftir útdrátt.

1. Páll Árnason

2. Stefán Gíslason

3. Sigurjón Þorkelsson

4. Hallgrímur Steinsson 

5. Guðgeir Jónsson   

6. Einar B. Guðlaugsson

7. Arnar Sigurmundsson

8. Gísli Eiríksson

 Staðan eftir tvær umferðir:

Hallgrímur Steinsson 2,0 vinningar og  2.-3. sæti  Sigurjón Þorkelsson og Stefán Gíslason með 1,5 vinn.

- Auglýsing -