Hannes Hlífar að tafli

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2514), byrjar vel á opna móti í Lissabon í Portúgal sem hófst í fyrrdag. Hann hefur fullt hús eftir 3 umferðir.  Andstæðingar hans hafa verið á stigabilinu 1993-2316 skákstig. Þröstur Þórhallsson (2425) hefur ekki byrjað jafn vel og hefur 2 vinninga.  Andstæðingar hans hafa haft 1932-2181 skákstig.

Fjórða umferð fer fram í kvöld og hefst kl. 19.

- Auglýsing -