Rúnar að tafli á Akureyri. Mynd: Heimasíða SA.

Símon-Arnar 1-0. Arnar Smári gaf skákina án taflmennsku.

Smári-Stefán 1-0. Stefán lék hinum ögrandi leik 1 – b6 í upphafi og uppskar jafna stöðu. Hann gætti sín þó ekki í miðtaflinu og mátti sætta sig við verra endatafl peði undir. Smára varð þá ekki skotaskuld úr því að aka vinningum heim til sín.

Sigurður-Benedikt 1-0 Hér gekk á ýmsu, en hvítur hélt þó ávallt góðum tökum á stöðunni og náði að afla sér peðs með öflugri máthótun. Við það varð Bensa fótaskortur og hann mátti gefa drottningu fyrir hrók og mann sem reyndist ófullnægjandi. Nokkuð öruggur sigur Ísfirðings gegn Hörgdælingi.

Rúnar-Andri 1-0. Hér var meira undir en í öðrum skákum. Rúnar beitti s.k. drottningarvængsskáskoti (2. b3) gegn Sikileyjarvörn Andra og fékk alveg bærilega stöðu. Hún var samt viðkvæm og yfirfull af taktísku brellum. Eftir djarflegar fórnir hvíts fékk svartur skyndilega færi á því að tryggja sér jafntefli með þráskák. Hann vildi þó meira og missti af öflugum leik meistarans fráfarandi sem fól bæði í sér vörn og máthótun! Því varð ekki varist og svartur mátti gefast upp. Sjá:

Hér gat Andri leikið 23 – Rxa3+ og eftir 24. Ka2 Rc2+ verður þráskák ekki umflúin. Þess í stað reyndi svartur 23 – Rxe1? og yfirsást hinn firnasterki varnar- og sóknarleikur hvíts 23. Dd1! og svarta staðan er töpuð.

Þeir Rúnar og Símon munu tefla einvígi um meistaratitilinn síðar í mánuðinum; fyrst tvær kappskákir og svo atskákir ef þörf er á.

Af heimasíðu SA

- Auglýsing -