Norðurlandamótið í skólaskák fer fram í Borgarnesi dagana 15.-17. febrúar. Fulltrúar allra Norðurlandanna mæta til leiks. Alls 60 keppendur – 10 frá hverju landanna.

Fulltrúar Íslands eru:

A-flokkur (u20)

  • FM Hilmir Freyr Heimsson (2394)
  • FM Jón Kristinn Þorgeirsson (2306)

B-flokkur (u17)

  • FM Vignir Vatnar Stefánsson (2263)
  • Stephan Briem (1987)

C-flokkur (u15)

  • Óskar Víkingur Davíðsson (1941)
  • Róbert Luu (1687)

D-flokkur (u13)

  • Benedikt Briem (1868)
  • Gunnar Erik Guðmundsson (1693)

E-flokkur (u11)

  • Kristján Ingi Smárason (1422)
  • Tómas Möller (1226)

Liðsstjórar og þjálfarar íslensku ungmennina eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands, og Hjörvar Steinn Grétarsson.

Starfsmenn mótsins eru Gunnar Björnsson, mótsstjóri, Omar Salama og Róbert Lagerman skákstjórar og Björn Ívar Karlsson útendingarstjóri. Stefnt er að útsendingu flestra skáka mótsins.

Áhorfendur velkomnir en umferðir alla dagana hefjast kl. 10 og 16.

- Auglýsing -