Guðmundur Kjartansson að tafli í Kragaeyju. Mynd: Bjørn Berg Johansen

Dagur Ragnarsson (2361) er einn fimm keppenda með fullt hús að loknum þremur umferðum á alþjóðlega mótinu í Kragaeyju. Hann lagði rússneska stórmeistrann Riamil Hasangatin (2485) að velli í 2. umferð. Vignir Vatnar Stefánsson (2263) hefur einnig byrjað afar vel og hefur 2½ vinning. Hann vann alþjóðlega meistarann Lars Oskar Haugen (2476) í 2. umferð.

Guðmundur Kjartansson (2403), Bárður Örn Birkisson (2233) og Björgvin S. Guðmundsson (1941) hafa 2 vinninga. Sá síðastnefndi vann alþjóðlega meistarann Juliu Mashinskaya (2261) í 3. umferð.

Þrettán Íslendignar taka þátt í mótinu. Í gær ljáðist að nefna hinn norskaættaða Jon Olav Fivelstad.

Fjórða umferð hefst núna kl. 9. Dagur teflir við hollenska alþjóðlega meistarann Liam Vrolijk (2470) og Vignir við norska stórmeistarann Benjamin Arvola Notkevich (2498). Allmargar Íslendingaviðureignir eru sýndar beint.

Um er að ræða svokallað “Turbo-skákmót”. Tefldar eru tvær umferðir á dag næstu fjóra dagana.

- Auglýsing -