Norðurlandamót stúlkna 2019 hefst í dag í Køge Danmörku.  Að þessu sinni taka þátt 7 stelpur frá Íslandi sem allar tefla í yngsta flokki (stelpur fæddar 2006 og yngri).  Því miður tókst ekki að manna tvo eldri flokkana í ár, aðallega vegna slæmrar tímasetningar á mótinu en þetta er prófatími hjá eldri stelpunum.  Það þarf að leita leiða á komandi árum til að færa þetta mót til, helst fram í febrúar eða snemma í mars.  Góðu fréttirnar eru samt þær að það er mjög langt síðan við höfum átt jafn margar ungar og efnilegar stelpur og nú.

Íslensku keppendurnir eru eftirfarandi:

Nafn Fæðingarár Stig
Batel Goitom Haile 2007 1619
Freyja Birkisdóttir 2006 1412
Iðunn Helgdóttir 2007 1140
Ásthildur Helgadóttir 2006 1080
Soffía Arndís Berndsen 2008 1039
Anna Katarina Thoroddsen 2008 1030
Karen Ólöf Gísladóttir 2008

Líkleg pörun fyrstu umferðar hjá stelpunum okkar (gæti þó breyst):

Lykke-Merlot Helliesen (1601) – Soffía Arndís Berndsen (1031)
Anna Katarina Thoroddsen (1027) – Batel Goitom Haile (1582)
Karen Ólöf Gísladóttir () – Alva Ling Tran (1550)
Mathilde Bartels Fagan () – Freyja Birkisdóttir (1430)
Idunn Helgadóttir(1137) – Sarah Sima Derlich ()
Mallie Stage-Steffensen () – Ásthildur Helgadóttir (1077)

Mótið á að hefjast klukkan 16 í dag að dönskum tíma (kl 18 að íslenskum tíma) en það gæti orðið seinkun vegna verkfalls flugmanna hjá SAS í morgun.  Hægt er að fylgjast með því á heimasíðu mótsins.  Athygli er vakin á því að allar skákir mótsins eru í beinni útsendingu.

Tenglar:
Heimasíða mótsins
Skákir í beinni

- Auglýsing -