Carlsen á Fílabeinsströndinni. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Fyrsta mótið í Grand Chess Tour fer fram þessa dagana á Fílabeinsströndinni. Tefld er bæði at- og hraðskák. Tíu skákmenn taka þátt. Síðustu þrjá dagana hefur atskákin verið tefld og næstu tvo daga tekur hraðskákin við.

Magnús Carlsen (2867) virðist vera í stórfenglegu formi dagana. Hann hefur hlotið 7½ vinning í 9 skákum. Vinningarnar í atskákinni gilda tvöfalt í samanburði við hraðskákina þar sem tefld verður tvöföld umferð. Magnús hefur því 15 stig. Nakamura  (2805) kemur annar með 12 stig. MVL (2792) og Wesley So (2772) eru næstir með 11 stig.

Segja má því að Magnús hefji hraðskákhlutann með 3 vinninga forskoti á Nakamura.

Magnús hefur skerpt stíl undanfarin og virðist hafa horft til tess hvernig tölvuforritið Alpha Zero teflir.

Hraðskákin hefst kl. 14 í dag.

Nánar á Chess.com.

 

 

- Auglýsing -