Það gekk mikið í bráðbana Magnúsar og Shaks: Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Það var hart barist í fjórðu umferð Norway Chess-mótsins sem fram fór í gær. Magnús Carlsen (2875) sótti hart að Shakhriyar Mamedyraov (2774) en náði ekki að kreista fram vinning í kappskákinni. Heimsmeistarinn hafði hins vegar betur í æsipennandi bráðabana þar sem skákklukkan skipti sköpum. Norðmaðurinn hefur tveggja stiga forskot á Wesley So (2754) sem hafði betur gegn Fabiano Caruana (2819) í bráðabana eftir að sé fyrrnefndi hafði misst af fullt af vinningsleiðum og einni afar fallegri.

Weslwy So vann landa sinn Fabiano Caruana. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Fjórar af fimm viðureignum fóru í bráðabana. Aðeins Yu Yangui (2738) vann Alexander Grischuk (2775) í kappskák. Sá síðastnefndi virðist vera heillumm horfinn og hefur aðeins 1 stig.

Góða umfjöllun  um fjórðu umferð má lesa á Chess.com.

Staðan eftir fjórðu umferð:

Fimmta umferð fer fram í dag. Þá teflir Carlsen við MVL (2779). Á harma að hefna en sá franski lagði hann að velli í hraðskákmóti Norway Chess.

Fyrirkomulag mótsins

Fyrirkomulag mótsins er afar óvenjulegt. Tímamörkin er miklu hraðari en hefðbundið er. Keppendur fá 2 klukkustundir á alla skákina og 10 sekúndur á leik eftir 40 leiki. Tímastjórnun er því afar mikilvæg.

Sé niðurstaðan jafntefli niðurstaðan verður tefldur bráðabani (armageddon) þar sem teflt er með sömu litum og í kappskákinni. Hvítur fær 10 mínútur en svartur fær sjö mínútur. Viðbótartími (3 sekúndur) bætist við eftir 60 leiki. Jafntefli telst sem sigur fyrir svartan.

Stigagjöf er sem hér segir:

  • Sigur í kappskák: 2 stig
  • Jafntefli í kappskák og sigur í bráðabana: 1,5 stig
  • Jafntefli í kappskák og tap í bráðabana: 0,5 stig
  • Tap í kappskák: 0 stig
- Auglýsing -