MVL og Carlsen semja um jaftnefli.. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Öllum skákum fimmtu umferðar lauk með jafntefli í gær og fóru í bráðabana. Af 25 skákum hafa 18 endað í jafntefli og bráðabana. Nýja kerfið virðist því ekki fækka jafnteflum en eykur að sama skapi spennuna. Heimsmeistarinn er sá eini sem unnið hefur alla bráðabanana sem gefur honum gott forskot. Ef klassíska fyrirkomulagið væri til staðar væri Magnús í 1.-4. sæti með 3 vinninga ásamt Aronian, Ding og So.

Magnús hélt auðveldlega jafntefli gegn MVL í báðum skákunum í gær með svörtu. Jafntefli í bráðabananum samsvarar sigri.

Heimsmeistarinn hefur 8 stig af 10 mögulegum. Annar er Yu Yangyi (2738) með 6,5 stig eftir sigur á Caruana (2819) í bránabana í gær sem missti af lagregri jafnteflisleið.

Carlsen og Grischuk í djúpum þönkum. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Aronian (2752), sem hafði betur gegn Ding Liren (2805) er í 3.-4. sæti með 6 stig ásamt Wesley So (2754).

Góða umfjöllun  um fimmtu umferð má lesa á Chess.com.

Staðan eftir fimmtu umferð:

 

Sjötta umferð fer fram í dag. Þá teflir Carlsen við Ding Liren. 

Fyrirkomulag mótsins

Fyrirkomulag mótsins er afar óvenjulegt. Tímamörkin er miklu hraðari en hefðbundið er. Keppendur fá 2 klukkustundir á alla skákina og 10 sekúndur á leik eftir 40 leiki. Tímastjórnun er því afar mikilvæg.

Sé niðurstaðan jafntefli niðurstaðan verður tefldur bráðabani (armageddon) þar sem teflt er með sömu litum og í kappskákinni. Hvítur fær 10 mínútur en svartur fær sjö mínútur. Viðbótartími (3 sekúndur) bætist við eftir 60 leiki. Jafntefli telst sem sigur fyrir svartan.

Stigagjöf er sem hér segir:

  • Sigur í kappskák: 2 stig
  • Jafntefli í kappskák og sigur í bráðabana: 1,5 stig
  • Jafntefli í kappskák og tap í bráðabana: 0,5 stig
  • Tap í kappskák: 0 stig
- Auglýsing -