Magnús varpar öndinni léttar eftir að hafa tröllgrísað á Ding Liren sem trúir ekki eigin augum. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Öllum skákum sjöttu umferðar Norway Chess, sem fram fór í gær, lauk með jafntefli rétt eins og í þeirri fimmtu. Í bráðabananum gekk mikið á. Grischuk lék af biskup beint oní á móti Caruana, Wesley So lék sig í mát í einum leik á móti Aronian. Flest stefndi í fyrsta tap Carlsen í bráðabana þegar Ding Liren lék klaufalega af sér hrók.

Wesley So nýbúinn að leika að Rf5 sem Aronian svaraði með Hh7 mát! Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Heimsmeistarinn hefur því enn unnið alla sína bráðabana, fimm talsins, auk þess að hafa lagt hinn seinheppna Grischuk að velli. Magnús hefur 9,5 stig. Annar er Yu Yangyi með 8 stig eftir sigur á Anand í gær. Aronian er þriðji með 7,5 stig.

Góða umfjöllun um sjöttu umferð má lesa á Chess.com.

Staðan eftir sjöttu umferð:

Frídagur er í dag. Á morgun teflir Magnús við Wesley So.

Fyrirkomulag mótsins

Fyrirkomulag mótsins er afar óvenjulegt. Tímamörkin er miklu hraðari en hefðbundið er. Keppendur fá 2 klukkustundir á alla skákina og 10 sekúndur á leik eftir 40 leiki. Tímastjórnun er því afar mikilvæg.

Sé niðurstaðan jafntefli niðurstaðan verður tefldur bráðabani (armageddon) þar sem teflt er með sömu litum og í kappskákinni. Hvítur fær 10 mínútur en svartur fær sjö mínútur. Viðbótartími (3 sekúndur) bætist við eftir 60 leiki. Jafntefli telst sem sigur fyrir svartan.

Stigagjöf er sem hér segir:

  • Sigur í kappskák: 2 stig
  • Jafntefli í kappskák og sigur í bráðabana: 1,5 stig
  • Jafntefli í kappskák og tap í bráðabana: 0,5 stig
  • Tap í kappskák: 0 stig
- Auglýsing -