HelgiÁrnason ásamt forseta Íslands.

Helgi Árnason, skólastjóri í Rimskóla, og formaður Skákdeildar Fjölnis, fékk í gær ridd­ara­kross frá forseta Íslands fyr­ir störf á vett­vangi skóla og skák­list­ar ung­menna.

Helgi er vel af þessu kominn. Hann hefur byggt upp afar öflugt skáklíf í Rimaskóla í gegnum tíðina. Úr hans ranni hafa komið sterkir skákmenn eins og Hjörvar Steinn Grétarsson, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Nansý Davíðsdóttir.

Helgi hefur ávallt reynst skákhreyfingunni góður bakhjarl. Var 10 ár í stjórn SÍ. Iðulega verið tilbúinn að lána húsnæði Rimaskóla undir skákmót endurgjaldslítið og jafnframt boðið upp á frábæra þjónustu fyrir skákmenn.

Nánar á mbl.is.

- Auglýsing -