Myndskreyting: ESE

Það stefnir í metþátttöku í sumarmóti KR við Selvatn á fimmtudaginn kemur, allt að 50 keppendur hafa skráð sig til tafls, en óvíst um að allir mæti svo enn er hægt að skrá sig á biðlista.

Hátíðin sem nú er þar haldin í 13. sinn verður með sérstöku viðhafnarsniði í tilefni þessa að skákdeildin fagnar 20 ára afmæli á árinu.

Hátíðarkvöldverður undir beru lofti í skákhléi, en tefldar verða 11 umferðir – 10 mínútna hraðskákir. Blásið verður í herlúðra í upphafi mótsins sem hefst upp úr kl. 16 en mótinu líkur um 10 leitið um kvöldið með veglegri verðlaunaafhendingu og vinningahappdrætti.

ESE

- Auglýsing -