Morten Madsen var endurkjörinn forseti þrátt fyrri að vera eindreginn stuðningsmaður Kindred-samningins. Mynd: Norska skáksambandið.

Í gær fór fram aðalfundur norska skáksambandsins. Yfirhöfuð vegna slíkir fundir litla sem athygli en það átti ekki við í þessu tilfelli. Kindred-samningurinn sem hefur verið áður fjallað um Skák.is var hitamálið og stóð fundurinn í 6½ klukkustund.

Samningurinn sem norska skáksamandinu stóð til boða var upp á 730.000.000 kr. (50.000.000 NOK) frá veðmálafyrirtækinu Kindred gegn því að sambandið myndi berjast fyrir því að einokun á meðmálamarkaði í Noregi yrðu aflögð. Þrátt fyrir stuðning heimsmeistarans var samningurinn kolfelldur á þinginu. Með honum greiddu 44 atkvæði en 132 voru á móti.

 

Morten L. Madsen var endurkjörinn forseti, en hann barðist fyrir því að samningurinn yrði samþykktur. Hann hlaut 87 atkvæði gegn 62 atkvæðum Per Kristian Hansen sem var andstæðingur samningsins. Hansen var svo kjörinn varaforseti.

Mikið hefur gengið á í norsku skáklífi og mörg stór orð fallið. Nú er óskandi að það nái að bera klæði á vopnin.

Umfjöllun um aðalfundinn má finna á Bergensjakk. Þar má jafnframt finna tengla á umfjallanir stóru fjölmiðlana.

- Auglýsing -