Magnús Carlsen kíkti við á Reykjavíkurskákmótið 2015.

Skákstríðið í Noregi harðnar og stór ummæli falla. Fylkingar skiptast í tvennt og fyrir þeim fara fyrrum forsetar Norska skáksambandsins. Klúbbar hafa hótað því að segja sig úr norska skáksambandsins verði niðurstaðan ekki sú sem þeir hafa sóst eftir. Mótshaldarar í Stafangri hafa dregið boð til að halda heimsmeistaraeinvígið 2020 til baka og nú er það fullkomlega óljóst hvort Norðmenn, sem þóttu líklegastir til að fá einvígið, munu á annað borð sækjast eftir því.

Skák.is fór yfir málið í úttekt 26. júní sl. Förum yfir það helsta sem kom fram þeim í þeirri úttekt.

Forsagan

Veðmálafyrirtækið Kindret hefur lofað stuðningi við Skáksamband Noregs upp á 10.000.000 norskra króna á ári í 5 ár. Það samsvarar 730.000.000 kr.

Þess í stað þarf Skáksamband Noregs að berjast fyrir því að einokun Norsk Tipping (áþekkt fyrirtæki og Íslensk getspá hérlendis) verði afnumin á norskum markaði. Slíkri einokun hefur t.d. verið aflétt á dönskum og sænskum markaði og hefur margra mati gegnið afar vel. Þess í stað borga erlend veðmálafyrirtæki skatta og skyldur þarlendis.

Tillagan um Kindret-samninginn verður lögð fram á aðalfundi Skáksambands Noregs á aðalfundi sambandsins sem fram fer í Larvik 7. júlí nk. Hvernig sú atkvæðagreiðsla fer er fullkomlega óljóst.

Magnús Carlsen er mikill stuðningsmaður þess að Kindret-samningurinn fari í gegn. Til þess að styðja við það stofnaði hann nýtt skákfélag, Offerspill Sjakkklubb. Magnús borgaði meðlimagjöldin úr eigin vasa fyrir þúsund fyrstu félagsmennina til norska skáksambandsins sem samsvarar 8.000.000 kr. Margir hafa gagnrýnt Magnús harðlega fyrir þetta og hefur hann verið sakaður um tilraun til valdaráns.

Magnús segir það svik við unga skákmenn og skákframtíðarinnar að samþykkja ekki Kindret-samninginn.  Í viðtali við NRK í dag sagði hann meðal annars:

Jeg ønsker å gjøre det som er best for norsk sjakk, og har et klart synspunkt om at det som er best for norsk sjakk er å si ja til avtalen, svarer Carlsen.

Magnús neitar staðfestlega öllum áskökunum að vera hagnast á samningum. Hans aðkoma sé aðeins að vilja skákhreyfingunni vel og tryggja meira fjármagn til hennar og bestu og efnilegustu skákmanna þjóðarinnar.

Enn er óljóst hvort að klúbburinn verði samþykktur fyrir aðalfundinn en norska sambandið hefur leitað lögfræðiálits.

Morten Madsen, forseti norska skáksambandsins, hefur staðið í ströngu undanfarið. Hann afhendi Áskeli verðlaunin á EM öldunga í fyrra.

Magnús og faðir hans, Henrik Carlsen, hafa báðum lýst eindregnum stuðningi við samninginn og um leið við foreta norska skáksambandsins Morten Madsen sem leitar endurkjörs. Um leið gagnrýndu þeir hins norska skáksambandið harðlega fyrir það að velja Stafangur sem mótsstað fyrir heimsmeistaraeinvígið 2020.

Kindret-fyrirtækið er afar ánægt með umræðuna hingað til að enda var einn megintilgangur að fá umræðuna um einokunina í Noregi upp á borðið.

HM ekki haldið á Noregi 2020?

Íslandsvinurinn Henrik Carlsen hefur ekki látið sitt eftir liggja í umræðum um málið og styður son sinn og Kindret-samninginn.

Noregur hefur þótt líklegasti keppnisstaðurinn fyrir heimsmeistaraeinvígið 2020. Norska skáksambandið gaf áhugasömum mótshöldum innan Noregs tækifæri að keppa um mótshaldið. Norska skáksambandið valdi svo Stafangur sem vettvang fyrir umsóknina.

Heimsmeistarinn var alls ekki sáttur við þá ákvörðun. Honum finnst það ekki þægileg tilhugsun að tefla heimsmeistaraeinvígi í Noregi – vegna mikillar pressu. Það eina sem honum finnist þá koma til greina sé að tefla nálægt heimili sínu í Ósló. Magnús var bæði sáttur við höfuðborgina sem mótsstað sem og Bærum sem er úthverfi Óslóar.

Eftir kröftuga Magnúsar og Henriks á norska skáksambandið fyrir að velja Stafangur sem mótsstað gáfu mótshaldarar í Stafangri, sem eru þeir sömu og halda Norway Chess, það út að þeir drægju umsókn sína um að halda einvígið 2020 til baka.  Þeir sögðu meðal annars í yfirlýsingu sinni:

With the recent statements from Carlsen, we no longer see the point of continuing the process of getting the World Championship to Norway in 2020. It will be impossible for us as an organizer to work towards this goal when there is a lot of uncertainty around whether the World Champion is going to play in Norway or not.

Við þessi tíðindi er með öllu óljóst hvort að Noregur komi til greina sem mótshaldari fyrir einvígið 2020. Að minnsta þarf að leita að nýju að fjármagni sem þegar var búið að tryggja yrði mótið haldið í Stafangri.

Meðal þeirra sem hafa lýst áhuga á að halda einvígið 2020 er Austurríki en skáksambandið þar fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Þeir hugsa sér örugglega gott til glóðarinnar í ljósi stöðunnar í Noregi.

Kynslóðabil að myndast?

Í Noregi eru margir skákklúbbar. Margir hverjir litlir. Þar tefla margir skákmenn á besta aldri menn sér til ánægju og yndisauka. Margir meðlimir þessarar klúbba sá lítinn tilgang í þessum samningi. Þeir geta teflt sér til ánægju í sínum klúbbi hvort sem þessir peningar skila sér ekki eða ekki til Skáksambands Noregs.

Svo er það unga kynslóðin sem teflir mikið erlendis sem er dýrt og hefur alist upp við að sjá auglýstar veðmálasíður á netinu og hafa jafnvel stundað veðmál á netinu. Unga fólkið og flestir sterkustu skákmenn Noregs styðja við Kindret-samninginn þótt með nokkrum undantekingum. Sjá að með því geti norska skáksambandið lagt meira í æskulýðsstarf og stutt frekar við sína landsliðsmenn í öllum flokkum en norskir landsliðsmenn, þar með talið heimsmeistarinn, fá ekki greitt fyrir að tefla fyrir hönd landslið Noregs í skák.

Heimsmeistarinn gengur svo langt að kalla það svik við sterkustu skákmenn þjóðarinnar og framtíðarskákmenn að samþykkja ekki samninginn.

Agdestein á móti samningum

Agdestein tefldi á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu 2016.

Nokkuð stór tíðindi bárust í kvöld þegar Simen Agdestein lýsti sig andsnúinn honum. Simen er skólastjóri NTG-skákskólans og fyrrum þjálfari Magnúar. Auk þess er hann bróðir Espens umboðsmans Magnúsar. Í tilkynningu sem birtist á Bergensjakk segir meðal annars:

Jeg vil samtidig slå et slag for det viktigste vi har: Ildsjelene. Jeg er ekstremt fornøyd med NTG og føler jeg sitter midt i smørøyet omgitt av det beste som er av norsk trenerkompetanse, men den som har gjort aller mest inntrykk på meg er faktisk Johs. Kjeken, SK 1911s store ildsjel, som forklarer at det viktigste for å frembringe gode sjakkspillere er «kontinuitet, kontinuitet og kontinuitet». Man må tilrettelegge slik at store talenter får en arena å utfolde seg på. Det er ikke penger som er essensen her.

Det er overveldende alt Magnus har gitt oss, men ildsjelene er våre grunnstener. Uten disse er vi ingen ting. Opprivende diskusjoner tror jeg er særdeles lite oppbyggelig, og jeg håper vi kommer oss ut av denne situasjonen fortest mulig før våre ildsjeler går tapt.

Det er mange argumenter, men min konklusjon er klar – dette er en avtale vi bør og må si nei til.

Íslenskur stórmeistari félagi í klúbbi Magnúsar

Hjörvar Steinn Grétarsson að tafli á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 2014

Einn félagar í klúbbi Magnúsar,  Offerspill, er íslenski stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson en þeir eru miklir félagar.  Margir af sterkustu skákmönnum Noregs, þar með talið Aryan Tari hafa skráð í klúbbinn og Magnús hefur boðað að klúbburinn muni hafa reglulega starfsemi.

Nánar um málið á Rás 1 í fyramálið

Ritstjóri verður í viðtali við Morgunvaktina á Rás 1 í fyrramálið um kl. 7:30 um skákstríðið í Noregi.

- Auglýsing -