Magnús Carlsen kampakátur í mótslok. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Það gengur mikið á norsku skáksamfélagi um þessar mundir. Nýlega voru tilkynnt þau stórtíðindi að veðmálafyrirtækið Kindret, sem rekur t.d. Unibet ætlaði að styðja við norska skáksambandið. Og þá á engan smáhátt eða með 10.000.000 norskum krónum á ári í fimm ár sem samsvarar um 730.000.000 krónum.

Fyrir stuðninginn á norska skáksambandið að berjast fyrir því að veðmál verði leyfði í Noregi. Þar ríkur einokun – væntanlega ekki ósvipuð þeirri sem er hérlendis. Skáksambandið fær ekki hluta þeim peningum þar sem þeir eru ekki hluti af norska Íþróttasambandinu.

Í Danmörku og Svíþjóð hafa verið tekin slík skref og skattur þarlendis greiddur af veðmálastarfsemi til ríkisins. Tilgangur Kindret er að hluta til sá að fá umræðuna um veðmál og ríkiseinokunina sem ríkir Í Noregi. Norðmenn rétt eins og allir aðrir geta veðjað á erlendum vefsíðum.

Þetta er mjög umdeilt í Noregi. Bæði innan skákhreyfingarinnar og utan hennar og segja má að norskt skákfélag hreinlega logi stafna á milli. Mörgum finnst ekki koma til greina að skákfélagið styðji á þennan hátt við veðmálastarfsemi.

Meiri hluti stjórnar skáksambandsins (7 af 9) styður Kindret-samninginn og leggur fyrir aðalfund norska skáksambandsins sem fram fer 7. júlí nk. að hann verði samþykktur. Þar stefnir í mikil átök og smölun verið í gangi meðal beggja arma.

Magnús Carlsen lýsti um daginn við stuðningi við samninginn og sagði að annað en stuðningur við samninginn væri svik við núverandi kynslóð ungra skákmanna og framtíðarinnar.

….. vil jeg se på det som et svik mot denne og neste generasjonen av unge, og et klart signal om at vi er et forbund uten ambisjoner.

Magnús notaði reyndar tækifærið jafnframt til að gagnrýna norska skáksambandið harðlega fyrir að ákveða að styðja við umsókn Stafangurs við heimsmeistaraeinvígið 2020 en Magnús vill miklu frekar tefla í Bærum. Hann ýjaði að því að hann myndi ekki tefla í Stafangri.

Í gær gerðust svo stórtíðindi þegar heimsmeistarinn, tilkynnti um stofnu nýs taflfélags, Offerspill Sjakklubb. Hann lýsti því að hann greiddi aðildargjöld 1.000 fyrstu meðlima klúbbsins sem er tæpar 8.000.000.

Gangi það eftir fær Magnús 40 fulltrúa á fundinum og getur jafnvel skipt sköpum upp á afgreiðsluna á Kindret-samningum. Þetta hefur fallið í grýttan farveg meðal sumra og t.d. skrifaði skákfrömuðurinn Eirik Gullaksen svo á heimasíðu sína Bergensjakk og gagnrýndi heimsmeistarann harkalega.

Bergensjakk.no er svært kritisk til dette kuppforsøket, og at verdensmesteren prøver å kjøpe seg innflytelse på denne måten. Dette er direkte udemokratisk og svært uheldig for norsk sjakk.

Aðrir styðja heimsmeistarann og umboðsmaður hans, Espen Agdestein, segir hann einfaldlega vilja styðja við norskt skáklíf þar sem sárlega vanti meira fjármagn. Þessi stuðningur Kindret geti skipt sköpum fyrir framtíð skákarinnar í Noregi. Magnús sé ánægður með að geta lagt fram aðildargjöldin fyrir 1.000 manns til norsks skáksamfélags.

En svo á eftir að koma í ljós hvort að klúbbur Magnúsar fái atkvæðisréttin. Sumir hafa dregið það í efa. Norska skáksambandið hefur leitað lögfræðiráðgjafar til að kanna það.

Stjórnarkjör fer fram á aðalfundinum eftir að örlög Kindret-samningsins hafa verið ráðin. Morten L: Madsen, núverandi forseti sambandsins, er sá eini sem hefur gefið kost á sér. Hann hefur stutt einharðlega við Kindret-samninginn og verið harkalegur gagnrýndur af andstæðingum samningsins. Það á eftir að ganga á ýmsu fram að aðalfundinum 7. júlí nk.

- Auglýsing -