Hannes Hlífar í verðlaunaafhendingu mótsins. Mynd: Facebook-síða Hannesar

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2561) sigraði á alþjóðlega mótinu í Budeejovice í Tékklandi sem lauk í gær. Frammistaða Hannesar var ótrúleg. Hann tapaði tveim fyrstu skákunum, vann svo fimm (!!) næstu og gerði svo stutt jafntefli í lokaumferðunum tveimur.

Hannes hlaut því 6 vinninga og varð einn efstur.  Frammistaða hans samsvaraði 2563 skákstigum og stendur hann í stað stigalega.

Upplýsingar um úrslit í skákum Hannesar má finna á Chess-Results.

Hannes heldur nú til Leiden í Hollandi þar sem hann tekur þátt í alþjóðlega mótinu Leiden Chess Tournament sem hefst 12. júlí nk.

Tíu skákmenn tefldu í flokknum og þar af 3 stórmeistarar. Meðalstigin er 2450. Hannes var stigahæstur keppenda.

- Auglýsing -