Skáksalurinn í Portoroz. Mynd: Heimasíða mótsins.

Björn Þorfinnsson (2381) og Stefán Steingrímur Bergsson (2149) eru meðal keppenda á alþjóðlegu móti í Portoroz í Slóveníu sem hófst í fyrradag.

Björn hefur byrjað vel og hefur fullt hús eftir 3 umferðir. Stefán hefur 2 vinninga en hann tapaði fyrir slóvenska stórmeistaranum Marko Tratar (2463) í spennandi skák.

Upplýsingar um úrslit þeirra félaga má finna á Chess-Results.

89 skákmenn frá 33 löndum taka þátt í mótinu. Þar á meðal eru átta stórmeistarar.  Engar beinar útsendingar frá mótinu.

- Auglýsing -