Magnús með sigurlaunin. Mynd: Lennart Ootes/Grand Chess Tour.

Magnús Carlsen (2875) vann sannfærandi sigur á Maxime Vachier-Lagrave (2779) í lokaumferð Grand Chess Tour-mótsins í Zagreb. Áttundi mótasigur Magnúsar í röð. Heimsmeistarinn hefur nú jafnað eigið stigamet en hann verður með 2882 skákstig á næsta stigalista – jafnmörgum og hann náði hæst áður í maí 2014. Magnús hefur hins vegar komist ofar á “lifandi skákstigum” en þar náði hann 2889,2 stigum 21. apríl 2014. Magnús verður með 64 skákstiga forystu á Caruana á ágúst-listanum.

Nú er beðið eftir viðbrögðum Magnúsar við niðurstöðu aðalfundar norska skáksambandsins í gær en hann lýst þeirri skoðun sinni í aðdraganda aðalfundarins að það hafna samningum væru svik við framtíð norsks skáklífs.

Lokastaðan

Ítarlega umfjöllun má finna á Chess.com.

- Auglýsing -