Men in black! Gauti, Vignir og Arnar tilbúinir í átötkin í Paracin. Mynd: Stefán Már Pétursson.

FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2293) gerði í gær jafntefli við serbneska stórmeistarann Danilo Milanovic (2492) á alþjóðlega mótinu í Paracin í Serbíu. Vignir hefur 2½ vinning. Gauti Páll Jónsson (2080) vann sína skák í gær og er því kominn á blað! Arnar Milutin Heiðarsson (1777), sem teflir í b-flokki hefur 2 vinninga.

Tvær umferðir eru tefldar í dag og hófst sú fyrri kl. 7:30. Vignir teflir við móldóvska stórmeistarann Dmitry Svetushkin (2528) og er sú skák í beinni.

- Auglýsing -