Séð yfir skákskalinn í Portoroz. Ef vel er gáð má finna þá félaganna. Mynd: Heimasíða mótsins.

Björn Þorfinnsson (2381) hefur fullt hús eftir fjórar umferðir á alþjóðlega mótinu í Pororoz í Slóveníu. Í gær vann hann slóvenska FIDE-meistarann Milan Kolesar (2205).

Stefán Steingrímur Bergsson (2149) hefur 3 vinninga. Hann vann í gær heimamanninn Franc Mlacnik (1995).

Fimmta umferð fer fram í dag. Björn teflir þá við slóvenska stórmeistarann Marko Tratar (2463) en sá er sá eini sem hefur náð að marka Íslendingana hingað til. Vann Stefán í 2. umferð.  Stefán mætir slóvenska FIDE-meistaranum Benijel Beletic (2380) í dag.

Upplýsingar um úrslit þeirra félaga má finna á Chess-Results.

89 skákmenn frá 33 löndum taka þátt í mótinu. Þar á meðal eru átta stórmeistarar.  Engar beinar útsendingar frá mótinu.

- Auglýsing -