Gúmmi vann skákina í áttundu umferð. Mynd: GB

Það gekk vel í áttundu umferð Xtracon-mótsins sem fram fór í gær á Helsingjaeyri. 2,5 vinningar af 3 mögulegum komu í hús. Jóhann Hjartarson (2513) vann danska alþjóðlega meistarann Martin Haubro (2356), Guðmundur Kjartansson (2479) lagði þýska FIDE-meistarann Dennis Nasshan (2314) að velli og Hilmir Freyr Heimisson (2279) gerði jafntefli við þýska FIDE-meistarann Frank Sawatzki (2385).

Jóhann og Guðmundur hafa 6 vinninga en Hilmir hefur 5,5 vinninga.

Efstir með 7 vinninga eru Íslandsvinirnir Aryan Tari (2620), Gabriel Sargissian (2681) og Ramesh Praggnanandhaa (2540).

Níunda og næstsíðasta umferð hefst kl. 11:15. Gúmmi mætir þá úkraínska stórmeistaranum Alexander Moiseenko (2628), Jóhann teflir við norska alþjóðlega meistarann Kristian Stuvik Holm (2469) og Hilmir sest á móti þýska FIDE-meistaranum Jonas Resenneck (2398).  Lokaumferðin hefst kl. 8:15 í fyrramálið.

Czech Open

Lenka Ptácníková (2074) gerði jafntefli í gær. Henni hefur gengið vel í síðustu umferðum eftir erfiða byrjun og hefur hlotið 2,5 vinninga í síðustu þremur umferðum.

vLenka hefur 3,5 vinninga. Lokaumferðin fer fram í dag.

- Auglýsing -