Helgi kampakátur í sjónvarpviðtal við RÚV skömmu eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í húsi. Mynd: BÍvarK.

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2412) hefur byrjað sérdeilis vel á alþjóðlega “túrbó”-mótinu í Lviv í Úkraínu. Helgi hefur fullt hús eftir fyrstu fjórar umferðarinnar. Í gær vann hann m.a. úkraínska stórmeistarann Vitaliy Bernadskiy (2583). Guðmundur Kjartansson (2453) hefur einnig byrjað vel og hefur 3½. FIDE-meistarinn Páll Agnar Þórarinsson (2238) hefur 2 vinninga.

Upplýsingar um árangur íslensku keppendanna má finna á Chess-Results.

Tvær umferðir fara fram í dag og hefjast þær kl. 8 og 13. Helgi teflir við stigahæsta keppenda mótsins, úkraínska stórmeistarann Stanislav Bogdanovich (2603) en Guðmundur við úkraínska FIDE-meistarann Andriy Prydun (2258). Báðir eru þeir í beinni útsendingu.

 

- Auglýsing -