Stofan

Næsta mót í Miðbæjarskákarmótaröðinni fer fram miðvikudagskvöldið 16. október næstkomandi klukkan 20 á Stofunni, Vesturgötu 3. Þátttökutakmörk miðast við 30 manns. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga FIDE en tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 3+2, þrjár mínútur á skákina að viðbættum tveimur sekúndum á hvern leik. Skipuleggjendur mótsins eru Gauti Páll Jónsson, Héðinn Briem, Arnar Ingi Njarðarson og Elvar Örn Hjaltason, en Gauti Páll mun sjá um skákstjórn. 

Mótið er styrktarmót fyrir hin nýstofnuðu félagasamtök Miðbæjarskákar, og mun þáttökugjaldið renna í sjóð félagsins, en félagið hyggst meðal annars festa kaup á sínum eigin skáksettum. Það verða 1000 krónur inn en öll frjáls framlög þess fyrir utan eru vel þegin. Veitt verða verðlaun fyrir efsta sætið, 5000 króna gjafabréf á Stofuna. Búast má við að mótinu ljúki um klukkan 22:30. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að mæta tímanlega, eigi að síður en 19:50, til að mótið geti hafist á tilsettum tíma. 

Skráning í mótið  (einnig er skráningarform aðgengilegt í gula kassanum á skak.is) 

 

Þegar skráða keppendur má finna á chess-results

- Auglýsing -