Við upphaf viðureignarinnar í dag.

Íslenska sveitin vann afar sannfærandi sigur, 3½-½ á stúlknasveit Tyrkja í áttundu og næstsíðustu umferð Ólympíumóts 16 ára og yngri sem fram fór í dag í Tyrklandi. Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem og Batel Goitom Haile unnu sínar skákir en Benedikt Briem gerði jafntefli. Sveitin hefur staðið prýðilega og er í 26. sæti 48 liða.

Í lokaumferðinni sem fram fer í fyrramálið teflir Ísland við sterka sveit Slóvakíu.

Íslenska liðið er það 27. sterkasta af 48 liðum. Reglurnar eru þannig að í hverju liði þarf að vera a.m.k. ein stúlka sem teflir hið minnsta 3 skákir af 9.

- Auglýsing -