Íslandsmótið í netskák hefst á morgun, sunnudaginn 10. nóvember kl. 20:00.

Fyrirkomulagið verður þannig að tefld verða 8 mót í heildina, alla sunnudaga til áramóta, og munu 5 bestu mótin gilda til stiga (samanlagðir vinningar). Lokamótið, sem fer fram þann 29. desember gildir tvöfalt.

Notast er við tímamörkin 4+2 og eru tefldar 9 umferðir í hverju móti. Athygli er vakin á því að það er mögulegt að mæta eftir að mótið hefst, en kerfið gefur ekki bye vinninga, þannig að keppendur byrja þá með 0 vinninga.

Mótið fer fram á Chess.com og þurfa keppendur að vera í Team Iceland. Flestir eru þar nú þegar, en nýliðar fara á slóðina að ofan og smella á join.

Tengill á 1. mótið – https://www.chess.com/live#t=1118702

Það er Skákfélagið Huginn sem stendur fyrir mótinu.

VERÐLAUN Í MÓTASERÍUNNI ERU ÞANNIG:

 1. sæti 15.000 kr.
 2. sæti 9.000 kr
 3. sæti 6.000 kr

AUKAVERÐLAUN Í FIMM FLOKKUM:

Aukaverðlaun verða í formi Demants áskriftaraðgangs á Chess.com

Demantsaðgangur veitir fullan aðgang að allri þjónustu vefsins. Sem dæmi má nefna byrjanagagnagrunn, skákþrautir, ýmiskonar skákkennsla, myndbönd og fleira.

Undir 2100 skákstigum (miðað við FIDE stig þann 1. nóvember):

 • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
 • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

Undir 1800 skákstigum (miðað við FIDE stig þann 1. nóvember):

 • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
 • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

Unglingaverðlaun (15 ára og yngri):

 • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
 • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

Kvennaverðlaun:

 • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
 • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

Eldri skákmenn (60 ára og eldri):

 • 1. Fimm mánaða Demants aðgangur
 • 2. Þriggja mánaða Demants aðgangur

ÍSLANDSMEISTARAR Í NETSKÁK

 • 2019 – ???
 • 2018 – Féll niður
 • 2017 – Féll niður
 • 2016 – Jón Kristinn Þorgeirsson
 • 2015 – Davíð Kjartansson
 • 2014 – Davíð Kjartansson
 • 2013 – Bragi Þorfinnsson
 • 2012 – Davíð Kjartansson
 • 2011 – Davíð Kjartansson
 • 2010 – Davíð Kjartansson
 • 2009 – Jón Viktor Gunnarsson
 • 2008 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2007 – Stefán Kristjánsson
 • 2006 – Snorri G. Bergsson
 • 2005 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2004 – Stefán Kristjánsson
 • 2003 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2002 – Arnar E. Gunnarsson
 • 2001 – Helgi Áss Grétarsson
 • 2000 – Stefán Kristjánsson
 • 1999 – Davíð Kjartansson
 • 1998 – Róbert Lagerman
 • 1997 – Benedikt Jónasson
 • 1996 – Þráinn Vigfússon
- Auglýsing -