SSON

Ísey skyr Skákhátíðin á Selfossi verður haldin dagana 19.-29.nóvember 2019. Meðal sérstakra viðburða á skákhátíðinnni verður OPNA ÍSLANDSMÓTIÐ Í SLEMBISKÁK (FISCHER-RANDOM) 2019. Mótið fer fram laugardaginn 23. nóvember og hefst taflið klukkan 14.00. Mótið er opið öllum.

Dagskrá:
Laugardagur 23.nóvember
Áætlaður mótstími kl. 14.00-19.20
Gert er ráð fyrir kaffihlé um miðbik mótsins.
Verðlaunaafhending í mótslok.

Reglur Mótsins:
Tefldar eru níu umferðir eftir svissnenska kerfinu.
Ný Slembi-staða mun birtast á stórum skjá í upphaf hverrar umferðar.
Farsímar og önnur snjalltæki eru bönnuð í keppnissal.

Reglur um slembiskák má finna hér

Tímamörk:
12 mín. á alla skákina og 3 sek. í uppbótartíma frá fyrsta leik.

Þáttökugjöld:
Engin þátttökugjöld.

Mótstaður:
Hótel Selfoss

Mótstig (Tiebreaks):

1.Innbyrðis viðureign
2.Flestir sigrar
3.Buchholz
4.Buchholz (-1)
5.Sonneborn-Berger

Verðlaun:

Verðlaunapotturinn verður Isk. 420.000

  • 1.sæti 100.000 Isk.
  • 2.sæti 70.000 Isk.
  • 3.sæti 50.000 Isk.
  • 4.sæti 40.000 Isk
  • 5.sæti 20.000 Isk

Aðrir verðlaunaflokkar.

  • Íslandsmeistarinn 50.000 Isk.
  • Íslandsmeistari kvenna 30.000 Isk.
  • Íslandsmeistari 50 ára og eldri 30.000 Isk.
  • Íslandsmeistari 16 ára og yngri 30.000 Isk.

Verði keppendur jafnir í verðlaunasæti mun Hort-kerfið skera úr um skiptingu verðlauna.

Heimasíða skákhátíðarinnar

Hér er hægt að skrá sig í mótið og einnig er hægt að sjá skráða keppendur

Mótstjóri: Oddgeir Á. Ottesen

Skákstjórar: Róbert Lagerman  Kristján Örn Elíasson

- Auglýsing -